fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Ungur leikmaður Bournemouth greinist með krabbamein

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AFC Bournemouth hefur staðfest að miðjumaðurinn David Brooks hafi greinst með Hodgkins-eitilfrumuæxli. Um er að ræða tegund krabbameins.

Krabbameinið er annars stigs en Brooks sem er 24 ár gamall mun hefja meðferð strax í næstu viku.

„Þetta eru mjög erfið skilaboð fyrir mig að skrifa. Ég hef greinst með Hodgkins-eitilfrumuæxli og mun hefja meðferð í næstu viku,“ segir Brooks í yfirlýsingu.

„Horfurnar eru jákvæðar þrátt fyrir að þetta sé áfall fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég vonast til að ná fullum bata og spila eins fljótt og hægt er.“

Brooks var í verkefni með landsliði Wales þegar æxlið greindist. „Mig langar að senda þakklæti til lækna, hjúkrunarfræðinga, ráðgjafa og starfsfólks sem hefur meðhöndlað mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“