fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
433Sport

Meistaradeild kvenna: Real Madrid of sterkt fyrir Blika

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 13. október 2021 20:56

Lið Breiðabliks /Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik sótti stórlið Real Madrid heim í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Blikar töpuðu fyrsta leik riðlakeppninnar 2-0 gegn PSG í Kópavoginum á meðan að Real Madrid vann nauman sigur á úkraínska liðinu Kharkiv.

Madrid komst í forystu strax á 6. mínútu þegar að Caroline Moller afgreiddi boltann frábærlega í netið eftir sendingu frá Kenti Salas.

Moller bætti við öðru marki á 20. mínútu og fullkomnaði þrennuna þegar að tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan 3-0 fyrir heimakonur þegar gengið var til búningsklefa.

Madrídingar héldu áfram að ráða lögum og lofum á vellinum í seinni hálfleik og varamaðurinn Olga Carmona bætti við fjórða markinu stuttu eftir leikhlé. Lorrena Navarro skoraði fimmta mark heimakvenna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og lokatölur 5-0.

Næstu tveir leikir Breiðablik í riðlakeppninni eru gegn Kharkiv í næsta mánuði.

Chelsea vann þá 2-1 útisigur á Chelsea í leik liðanna í A-riðli.

Erin Cuthbert kom Chelsea í forystu eftir rúman hálfíma leik en Barbara Bonansea jafnaði metin sex mínútum síðar. Pernille Mosegaard-Harder skoraði sigurmark Chelsea á 69. mínútu sem er í 2. sæti í riðlinum með 4 stig. Juventus er í 3. sæti með 3 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Steve Bruce rekinn frá Newcastle

Steve Bruce rekinn frá Newcastle
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hermann snýr aftur heim til Eyja og tekur fjölskylduna með – ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja“

Hermann snýr aftur heim til Eyja og tekur fjölskylduna með – ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Messi skoraði tvö í sigri – Salah óstöðvandi

Meistaradeild Evrópu: Messi skoraði tvö í sigri – Salah óstöðvandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“

Solskjær brattur: ,,Ég hef mínar leiðir og hef trú á sjálfum mér“