fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Sjá hlið á Pogba sem sést ekki oft hjá Manchester United – Það sem Roy Keane hefur kalllað eftir

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband úr búningsklefa franska landsliðsins í knattspyrnu þegar liðið atti kappi við Spánverja í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar hefur fengið mikla dreifingu á netmiðlum.

Þar má sjá hlið á Paul Pogba, miðjumanni Frakklands og Manchester United, sem margir hafa haldið að hann ætti ekki í sér.

Í myndbandinu má sjá Pogba hvetja liðsfélaga sína til dáða og taka af skarið sem leiðtogi í búningsklefanum. Í myndbandinu krefst hann meira vinnuframlags frá liðsfélögum sínum.

„Við verðum að vera agressívir. Þetta byrjar í fremstu línu og teygir sig aftur í vörnina. Við vinnum boltann og sækjum að markinu. Og já, við munm hlaupa mikið vegna þess að þeir (Spánverjar) eru með gæða leikmenn, en það erum við líka með,“ er meðal þess sem má heyra Poba segja.

Þetta er það sem Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og sérfræðingur hjá Sky Sports um enska boltann, hefur kallað eftir frá Paul Pogba hjá Manchester United.

Keane hefur sagt að Pogba leggi oftar en ekki harðar að sér þegar að hann spilar með franska landsliðinu.

Þessi eldræða Pogba virðist hafa haft tilætluð áhrif en franska liðið fór með 2-1 sigur af hólmi og tryggði sér 1. sætið í Þjóðadeildinni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein
433Sport
Í gær

Brugðið eftir óhugnanlegt atvik í Hollandi um helgina – Mildi að ekki skyldi hafa farið verr

Brugðið eftir óhugnanlegt atvik í Hollandi um helgina – Mildi að ekki skyldi hafa farið verr
433Sport
Í gær

Verður Brynjar Níelsson næsti formaður KSÍ?

Verður Brynjar Níelsson næsti formaður KSÍ?
433Sport
Í gær

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“
433Sport
Í gær

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn