fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Juventus líklegasti áfangastaður van de Beek – Þrjú ensk lið á listanum

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 12. október 2021 19:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus er líklegasti áfangastaður miðjumannsins Donny van de Beek í janúarglugganum ef marka má veðbanka Sky Bet. Van de Beek kom til Manchester United frá Ajax í ágúst 2020 en Hollendingnum hefur ekki tekist að negla niður sæti í liði Ole Gunnar Solskjaer.

Miðjumennirnir Fred, Scott McTominay, Paul Pogba, og Jesse Lingard eru allir fyrir framan van de Beek í goggunarröðinni en hann hefur verið hvattur af ýmsum knattspyrnuspekingum að leita á ný mið eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá United.

Arsenal goðsögnin Ian Wright sagði að hann yrði að fara fyrst hann fengi ekki tækifæri með liðinu.

,,Mér finnst galið að hann hafi farið til Man Utd. Það er ekki eins og þeir myndu breyta leikstíl sínum fyrir Donny van de Beek.“

,,Hann verður að fara því þetta er ekki að virka fyrir hann. Hann mun ekki fá tækifæri til að spila. Hann ætti að gera það því hann er frábær leikmaður,“ sagði Wright.

Sky Bet tók saman lista yfir þau félög sem talin eru líklegustu áfangastaðir miðjumannsins ef hann fer frá United í janúarglugganum. Juventus er þar efst á lista en ensku félögin Newcastle, Everton og Tottenham eru einnig á listanum.

Listann má sjá hér að neðan.

Juventus – 5/1

Newcastle – 7/1

Everton – 8/1

Inter Milan – 8/1

Ajax – 16/1

Tottenham – 16/1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga
433Sport
Í gær

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann