fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Genalottóið: Öll mörk Íslands í landsleikjahléinu skoruð af sonum fyrrverandi landsliðsmanna

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oktobér landsleikjahléi íslenska karlalandsliðsins lauk í gær með 4-0 sigri á Liechtenstein. Áður hafði liðið gert 1-1 jafntefli við Armena. Það merkilega við öll þau mörk sem Ísland skoraði í landsleikjahléinu er sú staðreynd að þau voru öll skoruð að sonum fyrrverandi landsliðsmanna- og landsliðskvenna.

Ísak Bergmann Jóhannesson, skoraði eina mark Íslands í 1-1 jafnteflinu við Armeníu í síðustu viku. Ísak Bergmann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, fyrrum landsliðs- og atvinnumanns í knattspyrnu og Jófríðar Maríu Guðlaugsdóttur sem á að baki leiki í efstu deild með ÍA.

Ísak Bergmann Jóhannesson. Mynd/Anton Brink

Í gær fór síðan fram leikur Íslands og Liechtenstein sem endaði með 4-0 sigri Íslands.

Albert Guðmundsson skoraði tvö af mörkum Íslands í leiknum. Albert er sonur Guðmundar Benediktssonar og Kristbjargar Ingadóttur sem eiga bæði að baki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Guðmundur lék á sínum tíma við góðan orðstír, hann á að baki 269 leiki hér heima í meistaraflokki og 10 A-landsleiki. Kristbjörg á að baki fjóra A-landsleiki.

Albert Guðmundsson/Mynd:Anton Brink

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eitt marka Íslands í gær eftir stoðsendingu frá bróður sínum, Sveini Aroni Guðjohnsen. Þeir eru synir Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttir. Eiður Smári er af mörgum talinn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér, hann spilaði með liðum á borð við Chelsea og Barcelona og á að baki 88 landsleiki.

Andri Lucas/Mynd/Anton Brink

Stefán Teitur Þórðarson byrjaði sinn fyrsta A-landsleik í gær og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Faðir Stefáns Teits er Skagamaðurinn Þórður Þórðarson sem á að baki 181 leik í meistaraflokki hérlendis og 1 A-landsleik og móðir hans er Íris Björg Þorvarðardóttir sem á að baki 13 leiki með ÍA í efstu deild.

Stefán Teitur Þórðarson. Mynd/Getty

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn
433Sport
Í gær

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“
433Sport
Í gær

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni