fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Eiginkonan opnar sig um framhjáhöld og áfengisdrykkju Rooney – „Ég er ekki heimsk“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 13:08

Rooney sefur ekki á sófanum heima hjá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coleen Rooney eiginkona Wayne Rooney stígur fram í nýju viðtali og segist hafa fyrigefið eiginmanni sínum. Rooney hefur ítrekað gert heimskulega hluti sem hafa sett hjónabandið í uppnám.

Síðast var það í júlí þegar Rooney var myndaður áfengisdauður á hótelherbergi með ungum stelpum. „Ég fyrirgef honum en þetta var ekki boðleg hegðun. Ég sá með hverjum hann var og það er ekki góður félagsskapur,“ segir Coleen í nýrri heimildarmynd á Amazon Prime.

Áfengi virðist oft koma Rooney í klandur en hann er oftar en ekki á forsíðum enskra blaða fyrir drykkjuskap og annað slíkt. Upp hafa komið mál þar sem Rooney er blindfullur í verkefni með enska landsliðinu.

Rooney var til að mynda handtekinn árið 2017 þegar Coleen var ófrísk, þá var hann að keyra blindfullur með konu með sér. Konuna hafði Rooney verið að spjalla við á bar í úthverfi Manchester. Ekki er vitað hvert ferðinni var heitið en líklegt er að lögreglan hafi komið í veg fyrir framhjáhald Rooney.

Coleen flutti út frá framherjanum um tíma en fyrirgaf honum, það var ekki fyrsta fyrirgefning hennar og líklega ekki sú síðasta.

„Sumir telja að ég sé heimsk fyrir að hanga í þessu hjónabandi, ég er ekki heimsk. Þetta hefur verið erfitt á köflum. Við vorum í sundur í smá tíma og ég hélt að hjónabandið væri á enda,“ sagði Coleen.

„Ég ætla ekki að tala um alla góðu kosti Wayne því hann á það ekki skilið núna. En hann er frábær pabbi.“

Rooney hefur svo verið gómaður við framhjáhald en á sínum yngri árum stundaði hann það að kaupa sér vændiskonur. Konurnar sem Rooney keypti þjónustu af voru á mismunandi aldri eins og gamlar forsíður enskra blaða sanna.

Rooney er einn besti knattspyrnumaður sem England hefur átt en vandræði hans utan vallar með áfengi og konur hefur aðeins svert ímynd hans.

„Hann hefur gert heimskuleg mistök. Hann hefur lært af sumum en ekki öllum.“

„Ég elska Wayne, ef ég gerði það ekki þá væri þetta ekki að ganga. Ég hef tekið eigin ákvörðun, þetta snýst um mig og börnin. Ég vil reyna að halda hjónabandi okkar áfram og búa saman sem fjölskylda.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópudeildin: Leicester í vænlegri stöðu eftir sigur í kvöld

Evrópudeildin: Leicester í vænlegri stöðu eftir sigur í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sambandsdeildin: Bodö/Glimt og AZ Alkmaar verma toppsæti fyrir lokaumferðina – Alfons og Albert komu við sögu

Sambandsdeildin: Bodö/Glimt og AZ Alkmaar verma toppsæti fyrir lokaumferðina – Alfons og Albert komu við sögu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir

Sjáðu markið – Ísak Bergmann kemur FCK yfir
433Sport
Í gær

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill
433Sport
Í gær

Carragher í stuði – Fór að leika Bandaríkjamann í beinni útsendingu

Carragher í stuði – Fór að leika Bandaríkjamann í beinni útsendingu