fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Bjarni sendir út stuðningsyfirlýsingu til Arnars Þórs: „Eiga ekki skilið ekki niðurrif og al­menn leiðindi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 09:00

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann þægilegan sigur á Liechtenstein í gær. Um var að ræða leik í undankeppni HM 2022. Ísland var mun betri aðilinn til að byrja með. Liðið skapaði sér þó ekki nein almennileg færi þar til á 18. mínútu þegar Stefán Teitur Þórðarson skoraði eftir flotta fyrirgjöf frá Jóni Degi Þorsteinssyni. Eftir markið var leikurinn þó áfram fremur hægur. En á 36. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu. Albert Guðmundsson fór á punktinn, tók sér góðan tíma og renndi boltanum svo svellkaldur í netið eftir að markvörður Liechtenstein var farinn í hitt hornið. Staðan í hálfleik var 2-0.

Snemma í seinni hálfleik fékk Viðar Örn Kjartansson dauðafæri eftir fyrirgjöf fró Jóni Degi. Það var þó varið frá honum af stuttu færi. Á 63. mínútu fékk Martin Marxer í liði gestanna sitt annað gula spjald, þar með rautt. Hann braut þá á Þóri Jóhanni Helgasyni sem var kominn í mjög góða stöðu. Íslenska liðið fékk nokkur færi til að bæta við næsta korterið eða svo. Markið kom svo á 79. mínútu þegar Albert skoraði aftur af vítapunktinum. Þá hafði verið brotið á Sveini Aroni Guðjohnsen. Fjórða markið átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þá skoraði Andri Lucas Guðjohnsen eftir samvinnu við bróður sinn, Svein Aron.

Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins ritar um þennan sigur í gær, um var að ræða annan sigur liðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen hófu vegferð sína með liðið í mars.

„Arn­ar Þór Viðars­son hélt að hann væri að fara að berj­ast um annað sæti riðils­ins þegar hann var ráðinn landsliðsþjálf­ari í des­em­ber 2020. Þá gerði þjálf­ar­inn sér vænt­an­lega von­ir um að geta valið alla þá leik­menn sem hafa dregið vagn­inn fyr­ir Ísland und­an­far­inn ára­tug eða „gamla bandið“ eins og þeir hafa gjarn­an verið nefnd­ir,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.

Á örfáum mánuðum hefur svo sannarlega helst úr lestinni en lykilmenn liðsins. „Á tíu mánuðum hef­ur hann þurft að búa til nán­ast al­gjör­lega nýtt lið þar sem leik­manna­kjarn­inn hef­ur nán­ast verið sá sami og kom ís­lenska liðinu í loka­keppni EM U21-árs landsliða sem fram fór í Slóven­íu og Ung­verjalandi í sum­ar. Tíðarand­inn á Íslandi er ein­fald­lega betri þegar ís­lenska karla­landsliðinu geng­ur vel á fót­bolta­vell­in­um og þannig hef­ur það verið und­an­far­in ár. Það var orðið ansi langt síðan maður sá sig­ur í keppn­is­leik á Laug­ar­dals­velli en til­finn­ing­in er og verður alltaf sú sama; al­gjör­lega frá­bær,“ skrifar Bjarni en góð stemming var á Laugardalsvelli í gær.

Bjarni segir að leikmenn og Arnar Þór eigi skilið hrós en ekki niðurrif og almenn leiðindi. „Karla­landsliðið er að ganga í gegn­um end­ur­nýj­un lífdaga og þeir leik­menn og þjálf­ar­ar sem nú eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu eiga það skilið að þjóðin fylki sér á bak við þá. Fólk sem er til­búið að halda uppi heiðri Íslands á alþjóðleg­um vett­vangi á alltaf skilið stórt hrós og klapp á bakið, ekki niðurrif og al­menn leiðindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn
433Sport
Í gær

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“
433Sport
Í gær

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni