fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Shearer vandar Mike Ashley ekki kveðjuna – „14 hörmuleg ár hafa nú tekið enda“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 11. október 2021 10:58

Alan Shearer, fyrrverandi leikmaður Newcastle United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tómur, þannig líður mér. Tómur en spenntur, þreyttur en fullur af eldmóði, bjartsýnn en líður óþægilega,“ Með þessum orðum hefst pistill Alans Shearer, goðsagnar hjá enska félaginu Newcastle United, goðsögnar í ensku úrvalsdeildinni.

Opinber fjárfestingasjóður Sádí Arabíu keypti Newcastle United á dögunum fyrir um 300 milljónir punda og búast má við miklum breytingum hjá félaginu vegna þess. Um leið tók 14 ára eignarhaldstíð Mike Ashley á félaginu enda.

Það er óhætt að segja að Mike Ashley hafi ekki verið vinsæll meðal stuðningsmanna Newcastle United og þar með talið Alans Shearer.

„Við getum fagnað því að 14 hörmuleg ár hafa nú tekið enda og við tekur eitthvað nýtt. Eitthvað sem hefur möguleika á að vera stórt. Mike Ashley er horfinn á brott og ég þarf nánast að klípa mig til að koma þeirri staðreynd fyrir í kollinum á mér,“ skrifaði Alan Shearer í pistli sem birtsit hjá The Athletic.

Shearer segir að sala Mike Ashley á félaginu sé eins og ferskur andblær  og mikill léttir. „Fyrir ungu stuðningsmenn Newcastle er hann sá eini sem hefur átt Newcastle í þeirra tíð og það brýtur í mér hjartað.

Mike Ashley
Mike Ashley, fyrrum eigandi Newcastle United/GettyImages

Nýtt eignarhaldsfélag undir stjórn Mohammed Bin Salman, tekur nú við félaginu en Bin Salman hefur sjálfur ekki verið laus undan gagnrýni er snúa að mannréttindabrotum og morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

„Eignarhald Sádi-Arabíu á félaginu mun nú verða að fyrirsögnum. Newcastle United verður nú auðugasta knattspyrnufélag heims en það er minn skilningur að farið verði hægt í sakirnar hvað varðar uppbyggingu.“ 

Mohammed Bin Salman/GettyImages

„Ég vil bara að við verðum öll á sömu blaðsíðu. Gefið okkur knattspyrnufélagið okkar aftur, ég vil bara finna þessa tengingu aftur. Ég vil bara að nýjir eigendur reyni að bæta félagið og að því gangi vel. Ég held að ég tali fyri flesta stuðningsmenn Newcastle þegar að ég segi það,“ skrifaði Alan Shearer í pistli sem birtist hjá The Athletic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak sló vafasamt met

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar