fbpx
Fimmtudagur 11.ágúst 2022
433Sport

Endaði næturskemmtun í Las Vegas með að Ronaldo nauðgaði konu? Dómari hefur komist að niðurstöðu um framhald málsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 05:58

Mayorga og Ronaldo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endaði næturskemmtun Cristiano Ronald í Las Vegas fyrir 12 árum með því að hann nauðgaði Kathryn Mayorga? Þessari spurningu hefur oft verið varpað fram eftir að Mayorga endurtók ásakanir um þetta fyrir þremur árum og höfðaði einkamál gegn Ronaldo þar sem hún krafðist hárra bóta. Nú hefur dómari í Nevada komist að niðurstöðu í málinu.

Hann lagði í gær til við dómara málsins að málinu verði vísað frá. Áður hafði saksóknari í Las Vegas vísað málinu frá en það var fyrir tveimur árum. Daily Mail skýrir frá þessu.

Það var dómarinn Daniel Albregts sem tók málið fyrir og leggur til við Jennifer Dorsey, sem hafði fengið málinu úthlutað til meðferðar, að því verði vísað frá. Ástæðan er að sögn Albregts að lögmaður Mayroga hafi notað stolin gögn eða gögn sem hafði verið lekið til að styðja mál sitt. Þar á meðal voru samskipti Ronaldo við lögmann sinn en þau áttu að vera leynileg.

Albregts segir að honum þyki slæmt að vísa málinu frá vegna ósæmilegrar hegðunar lögmanns Mayorga en það sé eina færa leiðin til að tryggja réttláta málsmeðferð. Dorsey hefur lokaorðið í málinu og ekki liggur fyrir hvenær hún tekur afstöðu til tillögu Albregts.

Málið hófst þann 12. júní 2009 þegar Mayorga, sem var þá 24 ára, og Ronaldo, sem var 23 ára, voru á diskótekinu Rain í Las Vegas. Hvað gerðist þessa nótt er sveipað nokkurri óvissu og enginn veit það með vissu nema Mayorga og Ronaldo.

Eftir því sem saksóknarar í Las Vegas hafa sagt þá hrindi Mayorga í lögregluna 13. júní og sagðist hafa verið nauðgað. Hún vildi þó ekki segja hver hefði nauðgað henni eða hvar nauðgunin átti sér stað.

Hún sagði síðar að hún hefði verið á diskótekinu ásamt vinkonu sinni þegar þær hittu Ronaldo. Hann hafi síðan boðið þeim upp í svítu sína á hóteli í borginni. Hún segir að Ronaldo hafi síðan nauðgað henni eftir að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum. Málið hefur reynst erfitt fyrir lögregluna því bæði 2009 og eftir að Mayorga endurvakti málið 2018 var engar sannanir að finna. Það stóðu aðeins orð á móti orði.

Ronaldo hefur alla tíð vísað því á bug að hafa nauðgað Mayorga en 2010 gerði hann samning við hana og greiddi henni 375.000 dollara gegn því að hún myndi ekki ræða um þessa nótt.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skilaboð sem Kate sendi á Giggs birtast nú í dómsal – „Ég mun finna einhvern milljón sinnum betri en þig“

Skilaboð sem Kate sendi á Giggs birtast nú í dómsal – „Ég mun finna einhvern milljón sinnum betri en þig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Juventus klárt í að taka Depay ef Barcelona vill losna við hann frítt

Juventus klárt í að taka Depay ef Barcelona vill losna við hann frítt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rabiot íhugar að vera í eitt ár í viðbót hjá Juventus

Rabiot íhugar að vera í eitt ár í viðbót hjá Juventus
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Útileikmaður þurfti að verja mark Þróttara sem kostaði tap

Lengjudeildin: Útileikmaður þurfti að verja mark Þróttara sem kostaði tap
433Sport
Í gær

Real Madrid vann Ofurbikarinn

Real Madrid vann Ofurbikarinn