fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
433Sport

Kolbeinn Sigþórsson samdi við Gautaborg

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson hefur skrifað undir eins árs samning við IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann gerir eins árs samning við félagið.

Kolbeinn rifti samningi sínum við AIK fyrir jól þegar ár var eftir af samningi hans.

„Ég hef alltaf vitað af Gautaborg og er spenntur fyrir því að vera hérna núna. Ég vonast til að koma inn með jákvæða orku og gæði sem hjálpa liðinu,“ sagði Kolbeinn.

Kolbeinn er mættur til æfinga hjá Gautaborg og þjálfari liðsins er spenntur fyrir komu hans. „Ég sé Kolbein sem sterkan framherja sem er klár í að hlaupa, hann leggur mikið á sig og er góður að tengja spil út um allan völl. Hann vill vera inn í teignum og elskar að skora mörk,“ sagði Roland Nilsson þjálfari liðsins.

Framherjinn knái hafði fyrir dvöl sína hjá AIK lítið sem ekkert spilað fótbolta í tæp þrjú ár, eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 glímdi Kolbeinn við mikið af meiðslum. Hann var síðan settur í frystikistuna hjá Nantes í Frakklandi og fékk ekkert að spila.

Hjá AIK tókst honum ekki að finna sitt besta form, framherjinn sem er alltaf líklegur til þess að skora fyrir íslenska landsliðið átti í vandræðum með að skora hjá AIK. Kolbeinn er þrítugur að aldri og er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Kolbeinn mun klæðast treyju númer 11 hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skuggalegt innbrot – Fluttu inn fyrir jól og eru miður sín

Skuggalegt innbrot – Fluttu inn fyrir jól og eru miður sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hræðileg stund hjá Van Persie fjölskyldunni – Sonurinn borin af velli alvarlega meiddur

Hræðileg stund hjá Van Persie fjölskyldunni – Sonurinn borin af velli alvarlega meiddur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leynilögreglumaður opnar sig: Neyddist til að horfa aðgerðalaus upp á ógeðfellt atvik í rannsókn – „Börnin öskruðu, eiginkonan grét“

Leynilögreglumaður opnar sig: Neyddist til að horfa aðgerðalaus upp á ógeðfellt atvik í rannsókn – „Börnin öskruðu, eiginkonan grét“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirgefur Arsenal formlega í dag

Yfirgefur Arsenal formlega í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lærisveinar Freys tóku síðasta lausa sætið í umspilinu – Fín úrslit Íslendinganna

Lærisveinar Freys tóku síðasta lausa sætið í umspilinu – Fín úrslit Íslendinganna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi ummæli Victoriu Beckham vekja mikla athygli í ljósi stríðsins við elsta soninn

Þessi ummæli Victoriu Beckham vekja mikla athygli í ljósi stríðsins við elsta soninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot tjáir sig um markmiðin fyrir lok gluggans – Nefnir þá þætti sem hann horfir til

Slot tjáir sig um markmiðin fyrir lok gluggans – Nefnir þá þætti sem hann horfir til
433Sport
Í gær

Liverpool ætlar ekki að kaupa þrátt fyrir öll meiðslin

Liverpool ætlar ekki að kaupa þrátt fyrir öll meiðslin
433Sport
Í gær

Safnaði rúmum 50 milljónum fyrir börn með því að selja merkilega safngripi sína

Safnaði rúmum 50 milljónum fyrir börn með því að selja merkilega safngripi sína