fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Dramatík á San Siro – Slagsmál, Rautt spjald, 10 mínútur í uppbótartíma og mark á ögurstundu

Alexander Máni Curtis
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 21:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan og Inter mættust í Coppa Italia í kvöld og var leikurinn af dramatískari gerðinni en hann kláraðist rétt í þessu.

Zlatan Ibrahimovic gerði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu eftir skvaldur í teig Inter Milan og enginn annar en Zlatan Ibrahimovic sem var réttur maður á réttum stað.

Staðan var 1-0 í hálfleik en þá lét Zlatan Ibrahimovic ljót orð fall í garð móður Romelu Lukaku framherja Inter Milan.

Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku framherjarnir knáu áttu þá harða rimmu, þeir félagar léku saman hjá Manchester United en ástin var ekki mikil í fyrri hálfleik.

Heimildir herma að Zlatan hafi gert lítið úr móður Lukaku og var Lukaku afar ósáttur og tilbúinn að slást eftir ummæli Zlatan. Myndaðist mikil óreiða á vellinum vegna atviksins og hafði dómari leiksins litla stjórn á aðstæðum.

Lukaku svaraði fyrir sig Fjandinn hafi þig og eiginkonu þína, tíkin þín“ sagði Lukaku.

Liðsfélagar Lukaku héldu honum svo hann gengi ekki í skrokk á Zlatan en þeir félagar eru af stærri gerðinni svo það hefði líklegast ekki orðið fögur sjón hefði Lukaku komist að honum.

Seinni hálfleikur var svo flautaður aftur en hitinn í leiknum sat enn á vellinum og var Zlatan Ibrahimovic rekinn útaf eftir klukkutíma leik.

Það var svo Romelu Lukaku sem gerði jöfnunarmark Inter úr vítaspyrnu á 71. mínútu og staðan 1-1 eftir 90 mínútna leik en litlum 10 mínútum bætt við.

Cristian Eriksen sprengdi svo þakið af San Siro þegar að hann skoraði úr aukaspyrnu á 97. mínútu og staðan 2-1 eftir 100 mínútna leik og lokatölur 2-1 fyrir Inter Milan sem eru komnir í undanúrslit Coppa Italia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði