fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Enski bikarinn: Everton átti ekki í vandræðum með Sheffield Wednesday – Gylfi spilaði allan leikinn

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 21:51

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton tók á móti Sheffield Wednesday í enska bikarnum í dag. Leikurinn endaði með öruggum sigri Everton en leikið var á heimavelli liðsins, Goodison Park.

Gylfi Þór Sigurðsson, var í byrjunarliði Everton og spilaði allan leikinn.

Dominic Calvert-Lewin, kom Everton yfir mað marki á 29. mínútur eftir stoðsendingu frá André Gomes.

Richarlison tvöfaldaði síðan forystu Everton með marki á 59. mínútu eftir stoðsendingu frá James Rodriguez.

Þremur mínútum síðar innsiglaði Yerry Mina 3-0 sigur Everton sem er komið í næstu umferð enska bikarsins. Þar mætir liðið sigurvegaranum í leik Wycombe Wanderers og Tottenham sem fer fram á morgun.

Everton 3 – 0 Sheffield Wednesday 
1-0 Dominic Calvert-Levin (’29)
2-0 Richarlison (’59)
3-0 Yerry Mina (’62)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni