Þriðjudagur 09.mars 2021
433Sport

Tvö mörk frá Haaland dugðu ekki fyrir Dortmund

Alexander Máni Curtis
Föstudaginn 22. janúar 2021 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borussia M’gladbach tók á móti Borussia Dortmund í einu viðureign dagsins í þýsku úrvalsdeildinni en leiknum lauk rétt í þessu.

Borussia M’gladbach komst yfir með marki frá Nico Elvedi á 11. mínútu en Erling Braut Haaland jafnaði metin á 22. mínútu með frábæru marki eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho, Haaland kom svo Dortmund yfir á 28. mínútu en Nico Elvedi svaraði svo fyrir heimamenn á 32. mínútu og staðan 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Ramy Bensebaini kom svo Borussia M’gladbach yfir á 49. mínútu með mögnuðu marki en hann lék á varnarmann Dortmund og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið, Marcus Thuram innsiglaði svo 4-2 sigur Borussia M’gladbach á 78. mínútu.

Með sigrinum fer Borussia M’gladbach upp í fjórða sæti deildarinnar á kostnað Dortmund.

Lokatölur 4-2

Nico Elvedi (’11, 1-0)

Erling Braut Haaland (’22, 1-1)

Erling Braut Haaland (’28, 1-2)

Nico Elvedi (’32, 2-2)

Ramy Bensebaini (’49, 3-2)

Marcus Thuram (’78, 4-2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn efast um að Gerrard sé klár í að taka við Liverpool

Goðsögn efast um að Gerrard sé klár í að taka við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar sér að safna 130 milljónum fyrir unga bræður sem berjast við sjaldgæft krabbamein

Ætlar sér að safna 130 milljónum fyrir unga bræður sem berjast við sjaldgæft krabbamein
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrun Liverpool algjört – Hafa sett vafasamt met

Hrun Liverpool algjört – Hafa sett vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fullyrða að Gylfi sé til sölu í sumar

Fullyrða að Gylfi sé til sölu í sumar
433Sport
Í gær

Endar Árni í Kópavoginum eða í Kazakhstan?

Endar Árni í Kópavoginum eða í Kazakhstan?
433Sport
Í gær

Tottenham vann öruggan sigur á Crystal Palace

Tottenham vann öruggan sigur á Crystal Palace