fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Ósáttur stuðningsmaður Liverpool – „Hann er ekki að fara að vinna fleiri titla, ég vill hann burt“

Alexander Máni Curtis
Föstudaginn 22. janúar 2021 18:37

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn stuðningsmaður Liverpool segir að gott gengi Jurgen Klopp með Liverpool sé komið á enda og að Liverpool þurfi að byrja að leita sér af nýjum þjálfara.

Liverpool sem að endaði taplaust gengi sitt á heimavelli í gær gegn Burnley þegar þeir töpuðu 1-0 en liðið hafði ekki tapað á heimavelli síðan í apríl 2017.

Stuðningsmaðurinn gerir sér fulla grein á því að Klopp sé búinn að vinna nánast allt sem hægt er að vinna sem þjálfari Liverpool en hann hefur skilað liðinu 1x Englandsmeistaratitli, 1x Meistaradeildartitli, 1x Heimsmeistaratitli félagsliða, 1x Ofurbikar UEFA auk þess að hafa unnið verðlaun sem þjálfari ársins hjá UEFA.

„Ég veit hvað hann hefur fært liðinu en ég held að það verði ekkert meira en það því miður, ég sem stuðningsmaður Liverpool vill sjá liðið ráða Allegri eða Simeone, hann er ekki að fara að vinna fleiri titla sem þjálfari Liverpool“ segir stuðningsmaðurinn ósátti.

Þrátt fyrir slakt gengi Liverpool í síðustu leikjum er starf Jurgen Klopp líklegast ekki í mikilli hættu þar sem hann hefur komið liðinu úr margra ára lægð í eitt af betri liðum heims á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórn í bítlaborginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer