fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

West Ham upp fyrir Chelsea með sigri gegn West Brom

Alexander Máni Curtis
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 19:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham fór upp í 7. sæti Ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn West Brom en leikurinn kláraðist rétt í þessu.

Lítið var að frétta í fyrri hálfleik þangað til að Jarrod Bowen kom heimamönnum yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma úr skalla af stuttu færi og staðan 1-0 í hálfleik.

Það tók ekki nema 6 mínútur fyrir að West Brom að jafna en Matheus Pereira skoraði glæsilegt mark fyrir utan teig á 51. mínútu, það var svo Michail Antonio sem tryggði West Ham öll stigin með marki á 66. mínútu og lokastöður 2-1 fyrir West Ham.

Með sigrinum fer West Ham upp í sjöunda sæti deildarinnar á kostnað Chelsea en þeir eiga leik til góða sem hefst klukkan 20.15 gegn Leicester sem geta komið sér á toppinn með sigri.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“