Miðvikudagur 03.mars 2021
433

Breiðablik staðfestir sölu á Alexöndru til Frankfurt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska félagið Eintracht Frankfurt hefur fest kaup á Alexöndru Jóhannsdóttur frá Breiðabliki. Hún hefur þegar samið við félagið og er komin út til Þýskalands.

Alexandra kom til Breiðabliks frá Haukum haustið 2017. Hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki með Blikum undanfarin ár og tekið gríðarlegum framförum. Alexandra varð Íslandsmeistari með Blikum árin 2018 og 2020 auk þess að verða Bikarmeistari 2018.

Alexandra hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins undanfarin ár og hefur unnið sér inn fast sæti í A-landsliðshóp Íslands þar sem hún hefur verið í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum.

„Breiðablik er mjög stolt af því að Alexandra fái þetta stóra tækifæri og verður spennandi að fylgjast með henni í einni sterkustu deild heims. Eintracht Frankfurt er sögufrægt félag sem hefur unnið Þýsku Bundesliguna sjö sinnum auk þess að verða Bikarmeistarar níu sinnum. Þá hefur félagið fjórum sinnum orðið Evrópumeistari. Frankfurt er í 6.sæti í deildinni sem stendur og nokkur ár eru frá því að félagið vann síðast titil. Það er því spennandi áskorun framundan hjá Alexöndru,“ segir á vef Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Boris Johnson leggur til fjármuni í von um að HM 2030 verði á Englandi og í Írlandi

Boris Johnson leggur til fjármuni í von um að HM 2030 verði á Englandi og í Írlandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenska undrabarnið á borði þeirra stærstu – Gerist eitthvað í sumar?

Íslenska undrabarnið á borði þeirra stærstu – Gerist eitthvað í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um pillufíkn sína eftir umfjöllun fjölmiðla

Opnar sig um pillufíkn sína eftir umfjöllun fjölmiðla
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Víðir hugsi eftir niðurstöðu helgarinnar: „Að engu verði breytt og vænt­an­lega þurfi að bíða til árs­ins 2023

Víðir hugsi eftir niðurstöðu helgarinnar: „Að engu verði breytt og vænt­an­lega þurfi að bíða til árs­ins 2023
433Sport
Í gær

Lykilmaður Leicester slapp með skrekkinn – Verður þó frá í sex vikur

Lykilmaður Leicester slapp með skrekkinn – Verður þó frá í sex vikur
433Sport
Í gær

Zlatan meiddur og mætir ekki aftur á Old Trafford

Zlatan meiddur og mætir ekki aftur á Old Trafford
433Sport
Í gær

Líkur á að Luke Shaw verði ákærður fyrir ummæli sín í gær

Líkur á að Luke Shaw verði ákærður fyrir ummæli sín í gær
433Sport
Í gær

Lögregluaðgerðir hjá Barcelona – Fyrrum forseti handtekinn

Lögregluaðgerðir hjá Barcelona – Fyrrum forseti handtekinn