fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Þetta þarf að gerast svo að Manchester United geti unnið deildina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville sérfræðingur Sky Sports segir möguleika Manchester United á því að vinna ensku deildina í ár ekki mikla. United gerði markalust jafntefli við Liverpool í gær.

Manchester City er komið í bílastjórasætið en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði United en á leik til góða.

„Ég held að möguleiki Manchester United á að vinna deildina sé lítill, Liverpool og Manchester City eru áfram tvö bestu lið deildarinnar,“ sagði Neville.

Hann segir möguleika United liggja í því að Paul Pogba spili frábærlega næstu þrjá mánuðina en franski miðjumaðurinn hefur verið góður síðustu vikur.

„Til að United eigi möguleika þarf Paul Pogba að spila frábærlega í tvo eða þrjá mánuði. Hann getur það. Hann er með sjálfstraustið núna, hann er með góðan hroka á þann veg að hann trúir á sjálfan sig.“

„Hann telur sig eiga að vera að spila í stærstu leikjum í heimi og vinna titla. Hann hugsar jákvætt og að hugsa eins og þú sért sá besti er hluti af því að vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Í gær

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Í gær

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn