fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 18:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að Mesut Özil, gangi til liðs við tyrkneska liðið Fenerbache frá Arsenal. Özil er mættur til Tyrklands til að ganga frá samningum við félagið.

Shkodran Mustafi, liðsfélagi Özil hjá Arsenal kvaddi leikmanninn með skilaboðum sem hann birti á samfélagssmiðlinum Twitter. Þar þakkar Mustafi honum fyrir samveruna en viðurkennir um leið að liðið hafi brugðist honum.

„Bróðir þú hefur verið einn óeigingjarnasti leikmaðurinn innan og utan vallar, sem ég hef deilt búningsklefa með. Þín verður alltaf minnst sem stoðsendingakóngurinn. Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig þegar að þú þurftir okkur hvað mest. Allt það besta,“ skrifaði Mustafi á Twitter.

Mesut Özil hefur ekkert spilað með Arsenal á tímabilinu og hefur verið utan leikmannahóps Arsenal í öllum keppnum. Hann er ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins og náði á dögunum samkomulagi við félagið um riftun á samningi sínum.

Özil spilaði 254 leiki fyrir Arsenal, hann skoraði í þeim leikjum 44 mörk og gaf 77 stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?