fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Klopp vonast eftir því að Matip æfi í dag eða á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool vonast til þess að Joel Matip geti æft í dag eða á morgun. Hann vonast til að hann geti spilað gegn Manchester United á sunnudag.

Það gæti orðið hausverkur fyrir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool að stilla upp varnarlínu ef Matip getur ekki spilað.

„Matip er nálægt þessu, er í lagi að spila honum eftir eina eða tvær æfingar? Ég veit það ekki, við sjáum hvernig hann æfir. Það er ekkert ákveðið,“ sagði Klopp en Naby Keita verður fjarverandi vegna meiðsla.

Matip hefur ekki spilað síðan í 1-1 jafntefli við West Brom í lok desember. Hann finnur fyrir eymslum framan í læri og hefur ekki getað æft.

Matip er meiðslagjarn en í fjarveru Virgil van Dijk og Joe Gomez er mikilvægt fyrir Klopp að hafa Matip heilan heilsu.

EF Matip nær ekki leiknum mun Klopp líklega velja á milli Nat Phillips eða Rhys Williams til að spila með Fabinho í hjarta varnarinnar. Jordan Henderson lék sem miðvörður í síðasta deildarleik en það er talið ólíklegt að Klopp fari þá sömu leið aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
433Sport
Í gær

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Í gær

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt