fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julian Knight stjórnmálamaður í Bretlandi er allt annað en sáttur með knattspyrnumenn þar í landi og þá staðreynd að þeir eiga í vandræðum með að fylgja reglum.

Stíf fundarhöld verða hjá ensku úrvalsdeildinni í dag og á morgun en fundað verður með fyrirliðum, stjórum og lykil starfsfólki vegna COVID-19 ástandsins.

Ástæðan eru hertar reglur sem deildin hefur lagt til vegna veirunnar. Útgöngubann ríkir í Bretlandi vegna kórónuveirunnar en ástandið þar er slæmt, atvinnumenn í íþróttum fá hins vegar að halda áfram starfi sínu. Á dögunum setti enska úrvalsdeildin fram nýjar reglur og þar sem kom fram að leikmenn ættu ekki að fallast í faðma þegar mörkum væri fagnað.

GettyImages

Erfiðlega gengur fyrir leikmenn að skilja þessa einföldu reglu og mátti ítrekað sjá leikmenn faðmast um helgina í enska bikarnum og í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

„Þetta eru fyrirmyndir, það er heilalaust af þeim að fara ekki eftir reglum um fjarlægð og slíkt þegar neyðarástand er í landinu. Þetta er mjög slæmt,“ sagði Knight um stöðu mála en íþróttir hafa fengið undanþágu frá reglum, útgöngubann er í landinu.

„Fólkið sem starfar í framlínu er að setja líf sitt í hættu og svo haga þeir sér svona. Knattspyrnumenn hafa áhrif og þeir ættu að hjálpa heilbrigðiskerfinu og ítreka reglurnar fyrir fólki. Þeir ættu að nota sína rödd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð
433Sport
Í gær

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Í gær

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá