fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
433Sport

Rúrik virðist í stórhættu – Þetta er sannleikurinn á bak við myndina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 09:09

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Rúrik Gíslason nýtur nú lífsins í Brasilíu þar sem hann hefur dvalið síðustu vikur. Rúrik ákvað á dögunum að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril með íslenska landsliðinu og sem atvinnumaður.

Síðan þá hefur Rúrik leikið í bíómynd sem kemur út á næsta ári og unnið að tónlist, þá á hann hlut í Glacier Gin og fatamerkinu, Bökk sem notið hefur vinsælda.

Á ferðalagi sínu um Brasilíu hefur Rúrik verið duglegur að birta efni á samfélagsmiðlum, enginn mynd hefur þó vakið eins mikla athygli og mynd þar sem Rúrik virðist hanga á bjargbrún. Hann virðist í stórhættu ef hann missir takið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason)

Þeir sem eru frá Brasilíu þekkja hins vegar sannleikann á bak við þessa mynd og er það augljóst í svörum við myndina af Rúrik. „Allir frá Brasilíu þekkja leyndarmálið við þessa „áhættu“,“ skrifar ein ung kona við mynd Rúriks.

Íslendingar hafa einnig velt þessu fyrir sér og Sindri Sindrason birtir sannleikann á bak við myndina á Twitter. „Þetta er svo geggjað dæmi,“ skrifar Sindri og birtir myndirnar hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Gylfa brjálaður eftir rangar sakargiftir

Liðsfélagi Gylfa brjálaður eftir rangar sakargiftir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba á útleið? – Stjarna Bayern orðuð við Man Utd

Pogba á útleið? – Stjarna Bayern orðuð við Man Utd
433Sport
Í gær

Þetta eru stigahæstu liðin frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar – Sjáðu topp 10 listann

Þetta eru stigahæstu liðin frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar – Sjáðu topp 10 listann
433Sport
Í gær

Lengjudeild kvenna: Markaveisla í leikjum kvöldsins

Lengjudeild kvenna: Markaveisla í leikjum kvöldsins