fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

KR-ingar gefast upp en vilja skaðabætur úr Laugardalnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 14:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur ákveðið að hætta málaferlum sínum gegn Knattspyrnusambandi Íslands, málið hófst þegar KSÍ ákvað að hætta leik á Íslandsmótunum í knattspyrnu. Í karlaflokki varð það til þess að KR gat ekki unnið sér inn Evrópusæti á mikla ári, miklir fjármunir voru í húfi þar.

LIðið átti góðan möguleika á Evrópusætinu í gegnum deildarkeppni og þá var liðið í undanúrslitum bikarsins. Kvennalið KR féll svo úr efstu deild þegar KSÍ tók ákvörðunina, liðið var í vondri stöðu en átti enn möguleika á að bjarga sér.

KSÍ hafði farið dómsleiðina hér á Íslandi en ekki haft erindi sem erfiði, félagið ætlaði svo að fara með málið til Alþjóða íþrótta­dóm­stóls­ins, CAS. KR hefur hætt við það.

„Við tók­um þá ákvörðun að láta gott heita á þessu stigi. Auðvitað von­umst við til þess að sam­bandið komi á ein­hvern hátt til móts við okk­ur og bæti okk­ur á ein­hvern hátt það tjón sem við telj­um okk­ur hafa orðið fyr­ir. Við vænt­um þess að eiga góðar viðræður um það,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður deildarinnar í þættinum Mín Skoðun en Morgunblaðið segir frá.

Páll segir að kostnaðurinn við málið hjá CAS hafi verið of mikill. „Skjöl og papp­ír­ar hlaupa á tug­um ef ekki hundruðum blaðsíðna og það þarf að þýða allt á ör­fá­um dög­um, til að ganga frá mál­um gagn­vart dóm­stóln­um. Tím­aramm­inn og kostnaður­inn buðu ekki upp á frek­ari mála­ferli af okk­ar hálfu. Við hefðum þurft að skila öll­um gögn­um í þýðingu inn­an þriggja daga og borga ein­hverja 40 þúsund franka. Kostnaður­inn og um­fangið í kring­um svona mál eru ekki á færi hvers sem er og ekki beint sniðið að ís­lensk­um fé­lagsliðum sem standa í ágrein­ingi við sam­bönd eða aðra sam­bæri­lega aðila,“ sagði Páll við Valtýr Björn í Mín skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland