fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
433Sport

Jóhann Berg fær ágætis dóma – Fyrsti heili leikur hans í 16 mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 10:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley tók á móti Manchester United á heimavelli sínum, Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley og spilaði allan leikinn.

Eina mark leiksins kom á 71. mínútu. Það skoraði Paul Pogba eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Skot Pogba hafði örlitla viðkomu í varnarmanni Burnley sem gerði það að verkum að Nick Pope, markvörður Burnley, kom engum vörnum við. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigur Manchester United lyftir þeim upp í efsta sæti deildarinnar þar er liðið með 36 stig, þremur stigum meira en Liverpool sem situr í 2. sæti.

Í einkunnargjöf enskra blaða fær Jóhann Berg ágætis dóma fyrir frammistöðu sína, Daily Mail gefur honum 6 í einkunn en Independent gefur honum 5 og segir. „Lagði hart að sér eins og við mátti búast en vantaði að skapa eitthvað,“ segir í umfjöllun blaðsins en Burnley var í vörn stærstan hluta leiksins.

Staðarblaðið Burnley Express gefur Jóhanni 6 í einkunn og segir. „Var öflugur í fyrri hálfleik, kom með góðar fyrirgjafir á fjærstöng. Varðist vel og kom sér fyrir aftan boltann til að tryggja að Untied hefði minna pláss. Fór að þreytast í síðari hálfleik og komst lítið inn í leikinn,“ sagði í umfjöllun blaðsins.

Það má teljast nokkuð eðlilegt að Jóhann Berg hafi fundið fyrir þreytu þegar líða tók á leikinn, kantmaðurinn hefur glímt við meiðsli um langt skeið. Leikurinn í gær var sá fyrst í um 16 mánuði þar sem Jóhann Berg spilar allar 90 mínúturnar.

Hann lék síðast 90 mínútur í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta leik á síðustu leiktíð, leikurinn fór fram 10 ágúst árið 2019. Síðan þá hefur Jóhann verið inn og út af sjúkrabekknum en mest hafði hann spilað 84 mínútur gegn Everton, 5 október árið 2019.

Jóhann lék rúmar 80 mínútur í enska bikarnum á laugardag og 90 mínútur í gær, hann virðist því vera að komast á fulla ferð en næsti leikur Burnley er um komandi helgi þegar liðið heimsækir West Ham.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Drinkwater varð fyrir aðkasti fylgjanda eftir vistaskipti til Tyrklands – „Hvar í ósköpunum fór ferillinn úrskeiðis?“

Drinkwater varð fyrir aðkasti fylgjanda eftir vistaskipti til Tyrklands – „Hvar í ósköpunum fór ferillinn úrskeiðis?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tölfræði sem gleður stuðningsmenn Manchester United – Mikill karakter

Tölfræði sem gleður stuðningsmenn Manchester United – Mikill karakter
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Davíð Snorri ráðinn þjálfari U21 karlalandsliðsins

Davíð Snorri ráðinn þjálfari U21 karlalandsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Markvörður Newport County setti heimsmet með marki sínu

Markvörður Newport County setti heimsmet með marki sínu