fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
433Sport

Heppni að Jóhann Berg sé ekki stórslasaður – „Í mínum bókum er þetta heimskulegt og stórhættuleg“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var verulega ljótt, við höfum séð menn stórslasa sig eftir svona tæklingu,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports um brotið sem Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Burnley varð fyrir í gær.

Jóhann Berg lék allan leikinn með Burnley í 0-1 tapi gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í fyrri hálfleik var Jóhann í baráttu við Luke Shaw, bakvörð Manchester United.

Shaw tæklaði þá boltann en fór að fullum þunga í löpp Jóhanns með takkana á undan sér. Íslenski kantmaðurinn var sárþjáður eftir brotið en gat haldið leik áfram. Shaw fékk gula spjaldið fyrir brotið.

„Luke Shaw andar léttar í klefanum, miðað við hvernig leikurinn er í dag. Hann tekur örlítið af boltanum en síðan fer hann hátt upp og fer í Jóhann,“ sagði Redknapp á Sky Sports eftir leik.

Getty Images

„Í mínum bókum er þetta heimskuleg og stórhættuleg tækling, Shaw má kallast mjög heppinn.“

Gary Neville tók í sama streng á Sky Sports. „Ég held að Luke Shaw sé heppin, hann fylgir í gegn og takkarnir fara í Jóhann. Gult spjald var það besta sem Shaw gat vonast eftir.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Harðneita því að Ronaldo hafi slegið markametið – „Hann þarf að skora fleiri mörk“

Harðneita því að Ronaldo hafi slegið markametið – „Hann þarf að skora fleiri mörk“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA mun ekki sýna neina miskunn – Þátttaka í Ofurdeild leiðir af sér bann frá öðrum keppnum

FIFA mun ekki sýna neina miskunn – Þátttaka í Ofurdeild leiðir af sér bann frá öðrum keppnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kun Aguero með COVID-19

Kun Aguero með COVID-19
433Sport
Í gær

Nú þurfa Íslendingar að hafa tvær áskriftir til að sjá Meistaradeildina – Úrslitaleikurinn á Viaplay

Nú þurfa Íslendingar að hafa tvær áskriftir til að sjá Meistaradeildina – Úrslitaleikurinn á Viaplay
433Sport
Í gær

Magnaður Ronaldo setti nýtt met í gær – Svona hefur hann farið að því

Magnaður Ronaldo setti nýtt met í gær – Svona hefur hann farið að því