fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
433Sport

Aldur er afstæður – 53 ára framherji framlengir samning sinn

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 21:00

Miura og Iniesta, tveir reynslumiklir knattspyrnumenn / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 53 ára gamli Kazuyoshi Miura, framherji Yokohama FC framlengdi samning sinn hjá liðinu á dögunum og mun því leika með því næsta árið.

Miura er elsti markaskorari í sögu atvinnumannaknattspyrnu í Japan, þá nafnbót fékk hann er hann skoraði gegn Thespakusatsu Gunma árið 2017. Hann verður orðinn 54 ára þegar samningur hans við Yokohama FC rennur út.

„Þrá mín og ástríða fyrir knattspyrnu er bara að aukast,“ sagði Miura eftir að hafa framlengt samning sinn við Yokohama FC

Miura gekk til liðs við Yokohama FC árið 2005 og hefur leikið með liðinu síðan þá. Miura á að baki 89 landsleiki fyrir Japans hönd og skoraði 55 mörk í þeim leikjum.

Í viðtali við BBC árið 2019 var Miura spurður að því hvert leyndarmálið væri á bak við að geta spilað knattspyrnu svona lengi.

Hann segir að það sé ekkert leyndarmál, þetta snúist bara um að leggja hart að sér og hafa metnað fyrir því sem maður tekur sér fyrir hendur.

Leyndarmálið felst kannski í því að hann nýtur þess ennþá að spila knattspyrnu.

„Ég nýt þess ennþá að spila knattspyrnu, hverja einustu stund. Jafnvel meira en þegar að ég spilaði í upphafi ferilsins í Brasilíu,“ sagði Miura í samtali við BBC árið 2019.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Harðneita því að Ronaldo hafi slegið markametið – „Hann þarf að skora fleiri mörk“

Harðneita því að Ronaldo hafi slegið markametið – „Hann þarf að skora fleiri mörk“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA mun ekki sýna neina miskunn – Þátttaka í Ofurdeild leiðir af sér bann frá öðrum keppnum

FIFA mun ekki sýna neina miskunn – Þátttaka í Ofurdeild leiðir af sér bann frá öðrum keppnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kun Aguero með COVID-19

Kun Aguero með COVID-19
433Sport
Í gær

Nú þurfa Íslendingar að hafa tvær áskriftir til að sjá Meistaradeildina – Úrslitaleikurinn á Viaplay

Nú þurfa Íslendingar að hafa tvær áskriftir til að sjá Meistaradeildina – Úrslitaleikurinn á Viaplay
433Sport
Í gær

Magnaður Ronaldo setti nýtt met í gær – Svona hefur hann farið að því

Magnaður Ronaldo setti nýtt met í gær – Svona hefur hann farið að því