fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
433Sport

Þjálfari Stockport neitaði að koma í viðtal hjá Sky – Löguðu aldrei afruglarann

Alexander Máni Curtis
Mánudaginn 11. janúar 2021 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jim Gannon þjálfari Stockport County sem mætti West Ham í kvöld hefur ítrekað neitað að koma í viðtal hjá sjónvarpsstöðinni Sky vegna atviks sem gerðist fyrir þó nokkrum árum.

Jim lenti í því leiðinlega atviki að afruglari hans frá Sky bilaði og enginn kom til að laga afruglarann síðan þá hefur hann verið í fýlu við sjónvarpsstöðina.

Í hlaðvarpinu “ I had trials once“ greinir Dickinson fyrrum leikmaður Stockport frá því þegar að liðið komst upp í League One á englandi hafi Gannon neitað að fara í viðtal við Sky vegna málsins og að hann hafi neitað að fara í viðtöl hjá þeim í níu mánuði en fyrirgaf þeim á endanum og mætti í viðtal.

„Hann neitaði að fara í viðtal við Sky vegna þess að þeir komu ekki að laga afruglarann hans, kostaði ábyggilega liðið nokkur þúsund pund því hann var skuldbundinn því að mæta í viðtöl hjá Sky, ég sver upp á líf mitt þetta er satt“ segir Dickinson.

Stockport tapaði naumlega 1-0 fyrir West Ham í þriðju umferð FA bikarsins en leikurinn endaði rétt í þessu og mætti Gannon í viðtal eftir leik, ætli afruglarinn sé kominn í lag?

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ögmundur nýtti tækifærið í byrjunarliði og hélt hreinu í sigri

Ögmundur nýtti tækifærið í byrjunarliði og hélt hreinu í sigri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessir þykja líklegastir til að taka við Chelsea – Óvænt nafn efst á blaði

Þessir þykja líklegastir til að taka við Chelsea – Óvænt nafn efst á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnumenn dæmdir í tveggja ára fangelsi – Tóku upp myndband af trekant með konu

Knattspyrnumenn dæmdir í tveggja ára fangelsi – Tóku upp myndband af trekant með konu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu landsliðið og eftirpartýið sem var í Leifsstöð – „Svona mikið hefur umhverfið breyst“

Ræddu landsliðið og eftirpartýið sem var í Leifsstöð – „Svona mikið hefur umhverfið breyst“
433Sport
Í gær

Reykjavíkurmótið: Óskar Örn með þrennu er KR vann Fjölni – Víkingar unnu stórsigur á Þrótti

Reykjavíkurmótið: Óskar Örn með þrennu er KR vann Fjölni – Víkingar unnu stórsigur á Þrótti
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Real Madrid keyptur fyrir Bitcoin – Sá fyrsti í sögunni

Fyrrum leikmaður Real Madrid keyptur fyrir Bitcoin – Sá fyrsti í sögunni