fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Víkingur er Íslandsmeistari árið 2021 – Svona fóru leikar í lokaumferðinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 15:56

Frá fögnuðinum í dag. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur er Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár eftir sigur á Leikni í dag. Öll lokaumferðin var leikin á sama tíma.

Víkingur R. 2-0 Leiknir R

Víkingar þurftu aðeins að treysta á sjálfa sig þegar Leiknir kom í heimsókn.

Þeir voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Nikolaj Hansen kom þeim yfir á 30. mínútu eftir glæsilga fyrirgjöf Kristals Mána Ingasonar.

Stuttu síðar var Erlingur Agnarsson búinn að koma Víkingum í 2-0 eftir góða pressu heimamanna.

Víkingar sigldu sigrinum heim í seinni hálfleik.

Sem fyrr segir er Víkingur Íslandsmeistari. Magnaður árangur hjá Arnari Gunnlaugssyni og hans mönnum. Liðið hafnaði í tíunda sæti í fyrra.

Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna Víkings var ósvikinn. Mynd/Anton Brink

HK fallið – Ótrúleg dramatík í Keflavík

Breiðablik 3-0 HK

Breiðablik gerði sitt í dag og vann HK á heimavelli. Liðið endar samt sem áður í öðru sæti deildarinnar.

Eftir fremur bragðdaufan fyrri hálfleik kom Kristinn Steindórsson Blikum yfir snemma í seinni hálfleik.

Davíð Ingvarsson og Árni Vilhjálmsson bættu við mörkum undir lokin.

Með tapinu er HK fallið úr efstu deild vegna úrslita í leik Keflavíkur og ÍA.

Keflavík 2-3 ÍA 

Keflavík og ÍA mættust í mjög dramatískum fallbaráttuslag.

Steinar Þorsteinsson gat komið Skagamönnum yfir eftir stundarfjórðung en þá skaut hann yfir úr vítaspyrnu.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Ástbörn Þórðarson Keflavík yfir með glæsilegu skoti.

Á 63. mínútu átti Marley Blair sendingu fyrir mark gestanna og varð Óttar Bjarni Guðmundsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2-0.

Á 68. mínútu minnkaði Alex Davey muninn fyrir ÍA þegar skot hans lak framhjá Sindra Kristni Ólafssyni í marki Keflavíkur.

Við tóku ótrúlegar mínútur. Á 71. mínútu jafnaði Guðmundur Tyrfingsson leikinn fyrir Skagamenn. Fjórum mínútum síðar kom Sindri Snær Magnússon þeim yfir. Svakalegar senur.

Lokatölur urðu 2-3. Skagamenn halda sér því í deild þeirra bestu, eins og Keflavík.

KR tók þriðja sætið

KA 1-2 FH

KA mistókst að halda í þriðja sæti deildarinnar. Liðið gerði jafntefli heima gegn FH.

Ólafur Guðmundsson kom FH yfir á 29. mínútu eftir mistök Steinþórs Más Auðunssonar, Stubbs, í marki KA.

Snemma í seinni hálfleik jafnaði Nökkvi Þeyr Þórisson metin fyrir KA. Forystan dugði þó ekki lengi þar sem Oliver Heiðarsson kom FH yfir aftur um hæl.

Dusan Brkovic, varnarmaður KA, fékk rautt spjald á 86. mínútu. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði leikinn þó úr vítaspyrnu í blálokin. Lokatölur 2-2.

Stjarnan 0-2 KR

KR stal þriðja sætinu, hugsanlega Evrópusæti, með 0-2 sigri gegn Stjörnuni.

Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 53. mínútu. Kristján Flóki Finnbogason skoraði seinan mark þeirra á 72. mínútu.

Fylkir 0-6 Valur

Valur lauk nokkuð slöku tímabili á risasigri gegn Fylki á útivelli, 0-6.

Patrick Pedersen gerði þrennu í leiknum. Þá gerði Guðmundur Andri Tryggvason tvö mörk og Arnór Smárason eitt.

Valur hafnar í fimmta sæti deildarinnar. Fylkir var þegar fallið fyrir leikinn í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki