fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Sagður vilja Mbappe sama hvað það kostar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 11:17

Kylian Mbappe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt er um það í nokkrum enskum miðlum í dag að Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, vilji fá Kylian Mbappe til félagsins, sama hvað það kostar.

Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur verið magnaður fyrir Paris Saint-Germain síðustu ár. Samningur hans í frönsku höfuðborginni rennur út næsta sumar. Hann hefur hingað til ekki gert sig líklegan til að framlengja.

Auk Man City hefur Mbappe í dágóðan tíma verið orðaður sterklega við spænska stórveldið Real Madrid.

Real bauð tæplega 150 milljónir punda í sumar. Mörgum þykir ótrúlegt að PSG hafi hafnað því tilboði í ljósi samningamála Mbappe.

Þrátt fyrir að hægt verði að fá Mbappe á frjálsri sölu næsta sumar, skrifi hann ekki undir hjá PSG, er ljóst að það félag sem krækir í framherjann þarf að greiða honum ansi veglegar upphæðir í laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

EM: Noregur vann Sviss

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“