fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Óskar ræddi tímabilið: ,,Við erum komnir mjög stutt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 19:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson. fréttablaðið/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir sína menn heilt yfir geta verið sátta með tímabilið í Pepsi Max-deild karla.

Blikar voru lengi vel með pálmann í höndunum en tap gegn FH í næstsíðustu umferð – og sigur Víkings gegn KR á sama tíma – þýddi að Víkingi nægði að sigra Leikni í dag til þess að verða Íslandsmeistari.

,,Við getum verið býsna ánægðir með þetta tímabil. Við setjum stigamet, Breiðablik hefur aldrei fengið 47 stig í deildinni. Við skorum 55 mörk, fáum á okkur 21. Við förum þrjár umferðir áfram í Evrópu,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport eftir leik.

,,Ef maður horfir á þetta af auðmýkt þá hljótum við að líta á þetta sem tímabil sem getur verið drifkraftur inn í næsta tímabil. Það er alveg ljóst að sú staðreynd að við tökum silfrið hér mun vera alvöru innspýting fyrir okkur inn í veturinn.“

Óskar var spurður út í það hvort hann teldi Blika vera komna langt frá því hann tók við árið 2019.

,,Við erum alls ekki komnir langt, við erum komnir mjög stutt. Við eigum ansi mikið inni. Núna tekur við mikil vinna hjá teyminu, leikmönnunum, félaginu öllu, við að koma liðinu lengra áfram, gera það ennþá betra og gera enn harðari atlögu að öllu sem er í boði á næsta ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“