fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Spænski boltinn: Barcelona tókst ekki að vinna Cadiz

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 23. september 2021 22:00

Ronald Koeman / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona sótti Cadiz heim í spænsku úrvalsdeild karla í kvöld.

Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora í fyrri hálfleik og því markalaust þegar liðin gengu til búningsklefa.

Frankie de Jong var rekinn af velli í liði Barcelona á 65. mínútu. De Jong fékk að líta gula spjaldið fyrir olnbogaskot á 61. mínútu og fékk sitt annað gula og rautt fjórum mínútum síðar fyrir tæklingu á Alfonso Espina.

Barcelona hélt áfram að stjórna gangi leiksins þrátt fyrir að vera manni færri en mistókst skapa sér færi og lokatölur 0-0.

Cadiz er í 14. sæti með 6 stig eftir 6 leiki. Barcelona er í 7. sæti með 9 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt