fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Manchester City reyndi að næla í vonarstjörnu Barcelona í glugganum

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 10:30

Ansu Fati/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City reyndi að kaupa vonarstjörnu Barcelona, Ansu Fati, undir lok félagsskiptagluggans í sumar þegar ljóst var að Cristiano Ronaldo myndi ekki semja við félagið.

Á tímabili leit út fyrir að Cristiano Ronaldo væri á leið til Manchester City en það snerist við og hann gekk til liðs við Manchester United. Nú segir í frétt Mundo Deportivo að þá hafi Guardiola ákveðið að reyna við Ansu Fati en það gekk ekki upp þar sem leikmaðurinn hafði ekki áhuga á að færa sig um set.

Barcelona hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og gat til að mynda ekki haldið stórstjörnunni Lionel Messi áfram hjá félaginu. Það eru því góðar fréttir fyrir stuðningsmennn Barcelona að félagið hafi ekki misst Ansu Fati í sumar en hann er vonarstjarna liðsins.

Fati og umboðsmaður hans, Mendes, voru báðir sammála um að hann fengi fleiri tækifæri hjá Barcelona en Manchester City í vetur og það væri rétt að vera áfram þar og byggja upp ferilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum