fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arnar Gunnlaugsson: „Ég ætla að opna eina rauðvín og horfa svo aftur á leikinn“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 18:50

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur komst á topp deildarinnar með 2-1 sigri gegn KR en gríðarleg dramatík var undir lok leiks. Á sama tíma tapaði Breiðablik í Kaplakrika sem þýðir að Víkingur getur orðið Íslandsmeistari ef liðið vinnur næsta leik. Arnar Gunnlaugsson hafði þetta að segja í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik.

„Þetta var rosalegt. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Arnar Gunnlaugs hálf orðlaus við Stöð 2 Sport.

„Við töluðum um það í hálfleik að halda haus. Mér fannst fyrri hálfleikurinn flottur en menn voru þungir á sér eftir bikarleikinn greinilega en þeir börðust og börðust. Við megum fagna núna en svo er það bara fókus, fókus, fókus. Þetta er það rosalegasta sem ég hef lent í og ferillinn minn er búinn að vera langur. Þetta var bara geggjað,“ sagði Arnar við Stöð 2 Sport

Blikar voru í bílstjórasætinu fyrir þennan leik en þeir töpuðu fyrir FH.

„Bæði lið eiga bara skilið að vinna titilinn, bæði lið hafa verið frábær. Við erum núna komnir með yfirhöndina en þurfum að ná tökum á okkar tilfinningum og æfa vel í vikunni og þá klárum við þetta.“

Gríðarleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk víti í uppbótartíma sem Ingvar Jónsson varði.

„Það leið svo langur tími að ég veit ekkert hvað gerðist. Línuvörðurinn hefur greinilega séð eitthvað. Ég ætla að opna eina rauðvín og horfa svo á leikinn sirka þrisvar áður en ég fer að sofa,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum við Stöð 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Í gær

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“