fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Neyðarfundur í Katalóníu fram eftir nóttu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 14:00

Leikmenn Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen heimsótti Barcelona og vann auðveldan sigur í Meistaradeild Evrópu í gær Thomas Muller kom gestunum yfir á 34. mínútu með skoti sem hafði viðkomu í Eric Garcia og breytti um stefnu á leið í markið.

Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu Bayern á 56. mínútu. Jamal Musiala skaut þá í stöngina og Pólverjinn fylgdi eftir. Lewandowski var aftur á ferðinni með mark á 85. mínútu. Aftur var hann mættur til að fylgja eftir skoti sem fór af stönginni. Serge Gnabry átti það.

Lokatölur 0-3. Afar einfalt fyrir Bayern gegn döpru liði Barcelona.

Joan Laporta forseti Barcelona boðaði alla stjórn félagsins á neyðarfund eftir leik, stóð fundurinn fram eftir nóttu samkvæmt spænskum miðlum.

Það veldur áhyggjum í Katalóníu að Barcelona hafi ekki náð að skjóta einu sinni á mark Bayern. Félagið er í krísu vegna fjárhagsörðugleika og staða Ronald Koeman gæti orðið tæp sem þjálfari innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband af Beckham-fjölskyldunni kemur aftur upp á yfirborðið eftir sprengju Brooklyn – Sjáðu hvernig eiginkona hans hagaði sér

Myndband af Beckham-fjölskyldunni kemur aftur upp á yfirborðið eftir sprengju Brooklyn – Sjáðu hvernig eiginkona hans hagaði sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman

Vill vera áfram þrátt fyrir áhuga að heiman
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við

Þetta eru einu aðilarnir í fjölskyldu Brooklyn Beckham sem hann á enn í samskiptum við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mbappe kemur liðsfélögum sínum til varnar

Mbappe kemur liðsfélögum sínum til varnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varð næst launahæsti leikmaður City í gær – Mun þéna meira en 200 milljónir á mánuði

Varð næst launahæsti leikmaður City í gær – Mun þéna meira en 200 milljónir á mánuði