fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Yfirmaðurinn hvetur hann til þess að berjast fyrir stöðu sinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 20:33

James skellti sér til Ibiza á dögunum. Hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu sinni hjá Everton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafa Benitez, stjóri Everton, hefur hvatt James Rodriguez, leikmann liðsins, til þess að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

Hinn þrítugi James hefur ekkert leikið með Everton á leiktíðinni og ekki verið talinn inni í myndinni hjá Benitez. Hann var fenginn til félagsins í fyrra. Þá var Carlo Ancelotti við stjórnvölinn. Sá er mikill aðdáandi James.

,,Þetta er erfið staða því hann var til sölu í félagaskiptaglugganum. Nú er félagaskiptaglugginn í Mið-Austurlöndum sá eini sem er opinn svo staðan er erfið,“ sagði Benitez um Kólumbíumanninn.

,,Ég held að hann hafi áttað sig á því að hann þarf að bæta sig á mörgum stöðum. Hann þarf að einbeita sér og sýna tryggð við félagið. Hann er að reyna það, sem er gott fyrir okkur.“

,,Ef hann verður áfram er það gott fyrir okkur því hann getur gefið okkur eitthvað meira. Við efumst ekki um hæfileika hans en verðum að vera viss um að við séum með leikmenn sem geta leikið í 90 mínútur á þeirri ákefð sem við leitumst eftir.“

Benitez segir að Everton hafi verið tilbúið til þess að selja James til þess að búa til pláss fyrir annan leikmann.

,,Ég var ekki með í samræðunum. Ég veit að það voru nokkur félög sem höfðu áhuga en það er allt og sumt. Ef boðið hefði verið gott (hefði hann mátt fara). Þið þekkið þetta með fjárhagsreglur og vandamál með laun. Það var mikilvægt fyrir okkur að búa til pláss fyrir annan leikmann.“

Rafa Benitez
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu