fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

,,Leið ekki eins og Liverpool vildi halda mér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 21:30

Gini Wijnaldum á góðri stundu hjá Liverpool. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gini Wijnaldum, miðjumaður Paris Saint-Germain, segist ekki hafa fundið fyrir vilja frá Liverpool til að halda sér áður en hann yfirgaf félagið í sumar.

Hinn 30 ára gamli Wijnaldum fór frá Liverpool á frjálsri sölu til PSG í sumar. Lengi vel virtist sem svo að hann væri á leið til Barcelona. Hann tók svo U-beygju til Parísar.

,,Maður fylgir sannfæringunni. Fyrir mörgum mánuðuum hafði ég tjáð Liverpool það að ég vildi vera áfram þar. Án þess að fara út í smáatriði þá leið mér ekki eins og Liverpool vildi halda mér. Þegar það er staðan, þá verður þú að taka næsta skref,“ sagði Wijnaldum við L’Equipe um viðskilnaðinn við Liverpool.

Hollendingurinn var á mála hjá Liverpool í fimm ár. Hann kom þangað frá Newcastle United.

Hann var einn af fjölmörgum leikmönnum sem PSG fékk til sín í sumar. Franska félagið náði einnig í leikmenn á borð við Lionel Messi, Sergio Ramos, Gianluigi Donnarummar og Achraf Hakimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni