Zlatan Ibrahimovic telur að hann sé besti leikmaður í heimi og ætti að vera jafn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í umræðunni um besta leikmann allra tíma.
Sænski framherjinn er enn að og spilar með AC Milan. Hann hefur átt frábæran feril hjá níu klúbbum og skorað 502 mörk á ferli sínum.
Hann hefur þó aldrei unnið Meistaradeildina né Ballon d´Or sem Ronaldo og Messi hafa oft unnið. Zlatan telur samt að hann sé jafn góður og þeir og eigi skilið að talað sé um hann á þann hátt.
„Ef þú talar um hæfileika, þá er ég jafn hæfileikaríkur og þeir,“ sagði Zlatan við France Football.
„Ef þú lítur á titla, jú ég vann ekki Meistaradeildina. En ég veit ekki hvernig þetta er reiknað út. Sakna ég þess að hafa ekki unnið Ballon d´Or? Nei Ballon d´Or saknar mín. Mér finnst ég vera besti leikmaður í heimi.“