Fimm leikjum var að ljúka í þýsku deildinni í dag. Dortmund vann ótrúlegan 4-3 sigur á Leverkusen eftir að hafa lent þrisvar undir.
Leverkusen tók á móti Dortmund og þar höfðu gestirnir betur. Wirtz kom Leverkusen yfir snemma leiks en Haaland jafnaði metin á 37. mínútu. Schick kom heimamönnum aftur yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.Brandt jafnaði aftur fyrir Dortmund snemma í seinni hálfleik en Diaby kom Leverkusen aftur yfir á 55. mínútu. Leikmenn Dortmund voru ekki hættir en Guerreiro jafnaði leikinn í þriðja sinn í leiknum á 71. mínútu og Erling Haaland kom Dortmund yfir sex mínútum síðar úr vítaspyrnu.
Leverkusen 3 – 4 Dortmund
1-0 Wirtz (´9)
1-1 Haaland (´37)
2-1 Schick (´45+1)
2-2 Brandt (´49)
3-2 Diaby (´55)
3-3 Guerreiro (´71)
3-4 Haaland (´77)
Úrslitin úr hinum leikjunum í Bundesligunni má sjá hér að neðan.
Freiburg 1 – 1 Köln
0-1 Modeste (´33)
1-1 Czichos sjálfsmark (´89)
Greuther Furth 0 – 2 Wolfsburg
0-1 Nmecha (´10)
0-2 Weghorst (´90+1)
Hoffenheim 0 – 2 Mainz
0-1 Burkardt (´21)
0-2 Ingvartsen (´77)
Union Berlin 0 – 0 Augsburg