Leipzig tók á móti Bayern Munchen í 4. umferð þýsku Bundesligunnar í kvöld. Leiknum lauk með 4-1 sigri Bayern.
Leikurinn var nokkuð opinn og skemmtilegur. Bayern fékk víti með hjálp VAR snemma leiks sem Lewandowski skoraði örugglega úr.
Musiala tvöfaldaði forystuna strax í byrjun seinni hálfleiks og Sané skoraði þriðja markið á 54. mínútu leiksins. Laimer minnkaði muninn fyrir Leipzig stuttu síðar en Choupo-Moting gulltryggði sigur Bayern í uppbótartíma.
Leipzig 1 – 4 Bayern Munchen
0-1 R. Lewandowski (´12)
0-2 Musiala (´47)
0-3 L. Sané (´54)
1-3 K. Laimer (´58)
1-4 E. Choupo-Moting (´90+1)