Sex leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla rétt í þessu. Úrslit og markaskorara í leikjunum má sjá hér að neðan.
ÍBV tók á móti Þrótti í Lengjudeild karla. ÍBV sigraði leikinn 3-2 og tryggði sér þar með upp í Pepsi Max deildina á næsta ári og sendu Þrótt niður í 2. deild. Það er því ljóst hvaða lið fara upp í Pepsi Max og hvaða lið fara niður í Lengjudeildinni í ár.
Kórdrengir gerðu 2-2 jafntefli við Fram á meðan Fjölnir sigraði Vestra sem þýðir að Fjölnir er komið í 3. sæti deildarinnar á kostnað Kórdrengja. Grótta vann góðan sigur á Víkingi Ó í átta marka leik. Þá höfðu Selfyssingar betur gegn Þór og Grindavík sigraði Aftureldingu.
ÍBV 3 – 2 Þróttur R.
1-0 Guðjón Pétur Lýðsson (’26 )
2-0 Ísak Andri Sigurgeirsson (’56 )
2-1 Sam Hewson (’71 , víti)
3-1 Seku Conneh (’90 )
3-2 Sam Hewson (’94 )
Kórdrengir 2 – 2 Fram
1-0 Arnleifur Hjörleifsson (’29 )
1-1 Kyle McLagan (’33 )
2-1 Loic Mbang Ondo (’76 , víti)
2-2 Guðmundur Magnússon (’95 )
Víkingur Ó. 3 – 5 Grótta
0-1 Kári Sigfússon (‘4 )
0-2 Pétur Theódór Árnason (’15 )
0-3 Gabríel Hrannar Eyjólfsson (’31 )
0-4 Óliver Dagur Thorlacius (’50 )
1-4 Harley Willard (’62 )
2-4 Bjarni Þór Hafstein (’68 )
2-5 Björn Axel Guðjónsson (’77 )
3-5 Harley Willard (’90 )
Fjölnir 2 – 1 Vestri
1-0 Baldur Sigurðsson (‘6 )
1-1 Luke Rae (’44 )
2-1 Ragnar Leósson (’88 )
Þór 1 – 2 Selfoss
0-1 Valdimar Jóhannsson (’21 )
0-2 Gary John Martin (’42 )
1-2 Ólafur Aron Pétursson (’45 )
Afturelding 1 – 3 Grindavík
1-0 Kári Steinn Hlífarsson (‘4 )
1-1 Viktor Guðberg Hauksson (’35 )
1-2 Viktor Guðberg Hauksson (’40 )
1-3 Josip Zeba (’83 )