Jurgen Klopp skilur ekkert í ákvörðun Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englendinga, að láta Trent Alexander-Arnold spila á miðjunni fyrir England.
England mætti Andorra á sunnudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Trent var óvænt á miðjunni ásamt Jordan Henderson og Jude Bellingham.
Lengi hefur verið talað um að Trent gæti átt framtíð fyrir sér sem miðjumaður meðal annars vegna góðrar sendingargetu. Trent spilaði reglulega á miðjunni í unglingaliðum Liverpool en hefur spilað sem hægri bakvörður frá því að hann komst í aðallið liðsins. Jurgen Klopp var ekki hrifin af þessari tilraun Southgate.
„Þegar England eða við höfum svona mikla yfirburði þá gæti Trent klárlega spilað á miðjunni. En afhverju myndi maður láta besti hægri bakvörð í heimi spila á miðjunni? Ég skil ekki þá pælingu,?“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool gegn Leeds.
„Sumir halda að ef hann væri framar á vellinum þá hefði hann meiri áhrif. Við notum hann alltaf eins vel og við getum.“