Napoli tók á móti Juventus í 3. umferð ítölsku deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Napoli.
Napoli var meira með boltann í leiknum og stjórnaði ferðinni. Álvaro Morata kom þó Juventus yfir strax á 10. mínútu gegn gangi leiksins. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Politano jafnaði loks metin fyrir Napoli á 57. mínútu leiksins og Koulibaly kom Napoli í forystu þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Napoli er í toppsæti deildarinnar með 9 stig en Juventus er í 16. sæti með aðeins 1 stig.
Napoli 2 – 1 Juventus
0-1 Álvaro Morata (´10)
1-1 M. Politano (´57)
2-1 K. Koulibaly (´85)