Albert Guðmundsson byrjaði á varamannbekk AZ Alkmaar er liðið tók á móti PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.
PSV hafði unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu en AZ Alkmaar hefur farið verr af stað og mætti í leikinn með þrjú stig.
PSV náði forystunni eftir tæpan 15 mínútna leik þegar að Olivier Boscagli skoraði eftir stoðsendingu frá Phillipp Mwene.
Pacal Jansen, þjálfari AZ, ákvað að henda Alberti inn á á 67. mínútu en PSV komst í 2-0 tveimur mínútum seinna með marki frá Yorbe Vertessen.
Jansen gerði fjórar skiptingar í viðbót áður en Ritsu Doan kom PSV í 3-0 eftir undirbúining Vertessen.
Lokatölur 3-0 og PSV á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. AZ Alkmaar verður að bíða lengur eftir næsta sigri en liðið er í 13. sæti með þrjú stig.