PSG tók á móti Clermont í frönsku úrvalsdeildinni í dag. PSG vann auðveldan 4-0 sigur í leiknum.
PSG var afar sannfærandi í leiknum gegn nýliðunum. Ander Herrera braut ísinn á 20. mínútu og tvöfaldaði sjálfur forystuna rúmum 10 mínútum síðar.
Kylian Mbappé skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik og Gueye skoraði fjórða og síðasta mark PSG sem gulltrygði þeim 4-0 sigur.
PSG er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Clermont er í 3. sæti með 8 stig.
PSG 4 – 0 Clermont
1-0 Ander Herrera (´20)
2-0 Ander Herrera (´31)
3-0 K. Mbappé (´55)
4-0 I. Gueye (´65)