Íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með sínum liðum í Danmörku og á Ítalíu í kvöld.
Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks í markalausu jafntefli Lecce gegn Benevento í ítölsku Serie B. Brynjar Ingi Bjarnason sat allan leikinn á varamannabekk Lecce.
Liðið er með 2 stig eftir fyrstu þrjá leiki deildarinnar.
Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn með nýliðum Silkeborg sem náðu sterku 1-1 jafntefli gegn Bröndby á útivelli í dönsku efstu deildinni.
Silkeborg er í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki.