Cristiano Ronaldo er í ansi góðu formi. Hann er orðinn 36 ára gamall en gefur ekkert eftir á knattspyrnuvellinum. Matseðill hans á dæmigerðum degi hefur verið opinberaður.
Morgunverður: Ostur, skinka og létt jógúrt.
Fyrri hádegisverður: Kjúklingur og salat.
Seinni hádegisverður: Túnfiskur, ólífur, egg og tómatar ásamt ávexti og brauði með avókadó.
Fyrri kvöldverður: Sverðfiskur með salati.
Seinni kvöldverður: Steik og smokkfiskur.
Eins og flestir vita sneri Ronaldo aftur til Manchester United á dögunum. Hann mun líklega leika sinn fyrsta leik í rúm 12 ár fyrir félagið gegn Newcastle um næstu helgi.