Man City tók á móti stigalausu Arsenal í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Ethiad vellinum í Manchester.
City komst í 2-0 forystu eftir tæpan 13 mínútna leik með mörkum frá Ilkay Gundogan og Ferran Torres. Granit Xhaka bætti gráu ofan á svart fyrir Arsenal á 35. mínútu þegar hann óð í tveggja fóta tæklingu á Joao Cancelo og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið.
Arsenal orðið manni færri og Man City refsaði þeim í lok fyrri hálfleiks þegar að Gabriel Jesus kom heimamönnum í 3-0 eftir góðan undirbúning frá Jack Grealish. Rodri bætti við fjórða markinu í upphafi seinni hálfleiks og Ferran Torres innsiglaði 5-0 sigur heimamanna með öðru marki sínu í leiknum á 84. mínútu.
City situr á toppi deildarinnar með 6 stig en liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Tottenham. Arsenal er hins vegar stigalaust á botninum en liðið hefur ekki skorað mark það sem af er tímabils.
Lokatölur:
Mancester City 5 – 0 Arsenal
1-0 Ilkay Gundogan (‘7)
2-0 Ferran Torres (’12)
3-0 Gabriel Jesus (’43)
4-0 Rodri (’53)
5-0 Ferran Torres (’84)