Chelsea og Liverpool gerðu jafntefli í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var á Anfield.
Kai Havertz kom Chelsea mönnum í forystu á 22. mínútu með skalla úr hornspyrnu. Mason Mount hefði getað komið gestunum í 2-0 áður en Anthony Taylor, dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Chelsea eftir að Reeece James handlék boltann á marklínunni.
Reece James var rekinn af velli í kjölfarið og tveir leikmenn Chelsea fengu að líta gula spjaldið fyrir mótmæli. Mohamed Salah fór á punktinn og skoraði örugglega og staðan 1-1 í hálfleik. Liverpool var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og leikurinn endaði í jafntefli.
Bæði lið eru með 7 stig eftir að hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í þremur leikjum það sem af er tímabils.
Lokatölur:
Liverpool 1– 1 Chelsea
0-1 Havertz (‘22)
1-1 Salah (’45+5 víti)