Adana Demirspor og Konyaspor mættust í 2. umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar kvöld. Leikið var á Yeni Adana vellinum.
Birkir Bjarnason var á varamannabekk Adana Demirspor en íslenski landsliðsmaðurinn gekk til liðs við félagið á dögunum frá Brescia á Ítalíu.
Það var markalaust í fyrri hálfleik en Britt Assombalonga kom heimamönnum yfir á 59. mínútu. Birkir kom inn á sem varamaður 16 mínútum síðar en Abdulkerim Bardakci jafnaði fyrir Konyaspor á 83. mínútu og þar við sat og annað 1-1 jafntefli Demirspor í röð staðreynd.
Adana Demirspor, sem komst upp í efstu deild í fyrra eftir að hafa unnið tyrknesku B-deildina hafa síðan bætt við sig fjölmörgum leikmönnum, þar á meðal Birki, en þeir Mario Balotelli, Benjamin Stambouli og Gökhan Inler eru allir á mála hjá félaginu.