Tottenham hefur klófest hinn unga Pape Matar Sarr frá Metz á Frakklandi. BBC segir frá.
Hinn 18 ára gamli Sarr verður á láni hjá Metz út tímabilið. Hann er varnarsinnaður miðjumaður og lék 25 leiki fyrir Metz á síðasta tímabili og skoraði í þeim fjögur mörk og hefur leikið alla þrjá leiki það sem af er nústandandi tímabils. Hann hefur einnig leikið tvo landsleiki fyrir Senegal.
Sarr eru fjórðu kaup Tottenham í sumar en þeir Cristian Romero, Bryan Gil og Pierluigi Gollini komu til Spurs fyrr í glugganum.
Moussa Sissoko, sem hafði leikið með Tottenham frá árinu 2017, gekk til liðs við Watford í dag fyrir um þrjár milljónir punda.