fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Þórhildi boðið að skrifa undir þagnarskyldusamning eftir að landsliðsmaður braut gegn henni – „Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 27. ágúst 2021 19:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, furðar sig á ummælum Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, í Kastljósi í gær þar sem hann sagðist aldrei hafa fengið neina tilkynningu um að landsliðsmaður hafi gerst sekur um kynferðisbrot.

Þekktur landsliðsmaður hafi áreitt hana kynferðislega og ráðist á hana árið 2017 og Guðni Bergs sem og KSÍ hafi verð vel kunnugt um það.

Meint kynferðislegt ofbeldi landsliðsmanna hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikur og hefur KSÍ verið sakað um hylmingu og þöggun. KSÍ hafa ítrekað vísað þeim ásökunum á bug.

RÚV greinir frá. 

„Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund, þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann.“

Þórhildur fór í kjölfarið og fékk áverkavottorð. Önnur kona sem sami landsliðsmaður braut á þetta umrædda kvöld fór svo með henni að leggja fram kæru.

Rannsókn málsins gekk hægt og endaði faðir Þórhildar á því að senda stjórnarmeðlimum KSÍ tölvupóst og tilkynnti þeim um kæruna. Fékk hann þá svör frá Guðna Bergs sem sagðist taka málinu alvarlega. Guðni hafi svo sett sig í samband við foreldra Þórhildar og tilkynnt þeim að málið myndi hafa afleiðingar fyrir gerandann.

Þórhildur getur ekki séð hvernig í ljósi þessa Guðni geti stigið fram í Kastljósi og haldið því fram að hafa aldrei fengið neina tilkynningu.

Í framhaldinu fékk Þórhildur símtal frá lögmanni KSÍ sem bauð henni á fund og spurði hvort hún væri tilbúin að skrifa undir þagnarskyldusamning og fá þá miskabætur.

Þórhildur afþakkaði það og fékk þá símtal frá öðrum lögmanni sem vildi boða hana á fund þar sem landsliðsmaðurinn vildi biðjast afsökunar.

Landsliðsmaðurinn hafi gengist við brotinu og beðist afsökunar. Í kjölfarið fékk Þórhildur greiddar miskabætur. Hún segist ekkert eiga persónulega við hann að sakast, en það hafi þó komið henni á óvart að sjá þennan leikmann valinn aftur í landsliðið þar sem KSÍ væri meðvitað um mál hennar.

„KSÍ veit af ofbeldinu og velur að vera með gerendur ofbeldis innan sinna raða,“ sagði Þórhildur að lokum.

Guðni sagði í samtali við fréttastofu RÚV í kvöld að honum hafi minnt að brotið gegn Þórhildi væri ekki kynferðisbrot og baðst velvirðingar á ummælum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“